Íslendingar tilnefndir til Emmy verðlauna

Jóhann Sigfússon (fyrir miðju) og Gunnari Konráðsson (til hægri) ásamt …
Jóhann Sigfússon (fyrir miðju) og Gunnari Konráðsson (til hægri) ásamt Hinrik Ólafssyni sem vann einnig að gerð myndarinnar. mbl.is/úr einkasafni

Tveir Íslendingar hafa verið tilnefndir til hinna virtu Emmy verðlauna sem afhent verða  í Bandaríkjunum í september.

Kvikmyndagerðamennirnir Jóhann Sigfússon og Gunnar Konráðsson eru tilnefndir fyrir heimildarmyndina Iceland Volcano Eruption, sem framleidd var af íslenska framleiðslufyrirtækinu ProFilm fyrir National Geographic. Jóhann er tilnefndur fyrir stjórn kvikmyndatöku (Director of Cinematography) og Gunnar fyrir bestu kvikmyndatöku (Outstanding Cinematography). Tilnefndur í sama flokki er meðal annars bandaríski fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur.

Í samtali við Smartland sagði Anna Dís Ólafsdóttir, framleiðandi myndarinnar og annar eigandi ProFilm að þau væru vitanlega í skýjunum. „Okkur finnst þetta stórkostlegt og erum eiginlega orðlaus. Þetta er gríðarlega mikill heiður og viðurkenning. Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir alla þá sem stóðu að gerð myndarinnar. Þetta var frábært teymi," segir Anna Dís en einungis fimm verk eru tilnefndir í hverjum flokki. 

Jóhann Sigfússon er einn af reyndari kvikmyndatökumönnum landsins og hefur starfað víða um heim við góðan orðstír. Hann er margverðlaunaður á sínu sviði en Emmy tilnefningin er þó án efa mesti heiðurinn sem honum hefur hlotnast að hans sögn.

Í samtali sagðist Gunnar eiginlega ekki trúa þessu ennþá. „Ég verð að viðurkenna að þetta er mjög skrítin tilfinning og ég trúði þessu eiginlega ekki fyrr en ég sá þetta svart á hvítu sjálfur," sagði Gunnar í samtali hefur verið að geta sér gott orð hérlendis sem erlendis en þættir sem hann framleiddi og myndaði sjálfur, Delicious Iceland, hafa verið sýndir um allan heim auk þess sem hann á ljósmyndir í tveimur íslenskum bókum sem eru að koma út þessi dægrin. Heimildarmyndagerð hefur einnig átt hug hans allan en nýlega sendi hann frá sér heimildarmyndina Amma auk þess sem hann framleiðir þættina Grillað sem nú eru sýndir á RÚV.

Anna Dís er einn af reyndari framleiðendum landsins og hefur mikið starfað með erlendum sjónvarpsstöðvum á borð við BBC og National Geographic. Aðspurð að stöðu kvikmyndagerðar hérlendis segir hún að ástandið hafi verið mjög erfitt síðan kreppan skall á og það verði eitthvað að breytast til þess að greinin deyi hreinlega ekki út. Tilnefningin sé þó mikil lyftistöng fyrir greinina og auki vonandi áhuga fólks erlendis á efni frá Íslandi.

Gunnar Konráðsson.
Gunnar Konráðsson. mbl.is/úr einkasafni
Anna Dís Ólafsdóttir.
Anna Dís Ólafsdóttir. Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál