Þetta eru konurnar í lífi George Clooney

George Clooney og Stacy Keibler.
George Clooney og Stacy Keibler. MARIO ANZUONI

Leikarinn George Clooney þykir einn heitasti karlinn í Hollywood og getur vafið konum um fingur sér. Getur það verið þess vegna sem honum helst svona illa á kvenfólki, því tækifærin séu of mörg?

Hann virðist þó ekki heillast af einni týpu af konum því kærustur hans í gegnum tíðina hafa verið allskonar með margbreytilega persónuleika.

George Clooney var með Kelly Preston frá 1987-1989 eða í 14 mánuði. Þau hittust þegar hún var í leiklistarskóla. Gifting var aldrei í spilunum enda hitti hún stóru ástina tveimur árum síðar þegar hún giftist leikaranum John Travolta.

Hann var með leikkonunni Taliu Balsam í tvö ár, frá 1984-1987. Parið byrjaði aftur saman tveimur árum síðar. Það má því segja að þau hafi verið saman í sex ár allt í allt. Þau giftu sig í Las Vegast að hætti Elvis árið 1989 og hefur erlenda pressan velt því fyrir sér hvort það sé einmitt vegna þessa hjónabands sem maðurinn hefur ekki verið til í fleiri slík.

„Ég giftist æðislegri stelpu en því miður gekk hjónabandið ekki upp og það er mest mér að kenna,“ sagði Clooney í viðtali.

Næst byrjaði hann með Kimberly Russell, sem er leikkona. Sambandið entist í 10 mánuði. Hann sagði henni upp með bréfi árið 1995 en þá var hann farinn að leika í sjónvarpsþáttunum ER og vildi hitta aðrar konur.

Hún var líklega aðeins heitari fyrir honum en hann henni því hún vildi ganga í hjónaband en hann ekki. „Fyrirgefðu, ég elska þig en hjónaband er ferðalag sem ég treysti mér ekki í aftur.“

1996 hitti Clooney sænsku fyrirsætuna Vendelu Kirsebom, sem oft er líkt við Grace Kelly. Sambandið entist í þrjá mánuði. Þau kynntust í óskarsverðlaunateiti og soguðust hvort að öðru en sambandið varð aldrei alvarlegt. Á meðan hann var að hitta Kirsebom var hann líka með öðrum konum.

Karen Duffy þótti ekki ósvipuð og fyrrverandi eiginkona Clooneys, Talia Balsam. Hún starfaði á MTV-sjónvarpsstöðinni þegar þau kynntust. Sambandið var funheitt en entist aðeins í mánuð 1996. Síðan sambandinu lauk hafa þau haldið sambandi og verið vinir. Á síðasta ári fóru þau saman í frí.

Námsmærin Celine Balitran heillaði leikarann upp úr skónum árið 1996. Þau kynntust á kaffihúsi sem hún vann á. Fljótlega flutti hún Hollywood-villu hans en sambandið var stormasamt. Hún þoldi ekki að hann skyldi eyða jafn miklum tíma og hann gerði með vinkonum sínum. Þau hættu saman 1999.

„Að deita mig er engin lautarferð,“ sagði leikarinn við sambandsslitin.

Traylor Howard, úr myndinni Me Myself and Irene, átti mánðarlangt „fling“ með Clooney árið 2000 en það varð aldrei neitt meira á milli þeirra. Þá byrjaði hann að hitta leikfimisdísina Mariellu Frostrup. Það samband entist í minna en mánuð. Þau hittust í Cannes og voru sjúk hvort í annað í nokkra daga en svo var það búið. Hún hefur þó aldrei gleymt honum því Clooney er guðfaðir barnanna hennar tveggja.

„Ég var aldrei hans týpa. Hann vill hávaxnar brúnhærðar. Ég er meðalhá og ljóshærð.“

Breska fyrirsætan, Lisa Snowdon, náði að halda Clooney við efnið í fimm ár enda var hún hávaxin og dökkhærð. Þau kynntust á Spáni í Martini-boði árið 2000 og voru saman næstu árin, þó ekki alveg samfleytt.

Það var aldrei inni í myndinni að Snowdon myndi flytja inn til hans eða giftast honum. Að lokum sætti hún sig ekki við það.

Leikkonan Renée Zellwger var ekki alveg týpísk Clooney-kærasta, enda ljóshærð og lágvaxin. Þau hafa verið að hittast af og til og stundum hafa myndir af þeim ratað í erlendu pressuna. Þau hittust fyrst 2001 og deituðu aftur 2003. Árið 2006 sáust þau saman á veitingastað á hóteli í Los Angeles. Þegar hann var spurður að því hvort þau væru saman þá sagði hann: „Já, pínulítið.“

Sápuóperuleikkonan Krista Allen úr Baywatch og Days Of Our Lives var með Clooney í níu mánuði. Þau kynntust árið 2002 og voru í haltu mér/slepptu mér-sambandi til 2004. Þetta var á sama tíma og hann var með Lisu Snowdon. Árið 2006 hittust þau aftur þegar hann var á milli „vinkvenna“. Auk þess áttu þau ástarfundi 2008 þegar hann var á lausu.

Árið 2007 var hann að hitta Söru Larson sem barþjónn í Las Vegas. Sambandið entist í 11 mánuði. Sambandið endaði þegar hún prýddi forsíðu Harper´s Bazaar og játaði að vilja meira en vera bara kærasta sjarmatröllsins.

„Hún hélt að hjónaband væri í vændum og var mjög hissa þegar hann hætti með henni. Veröldin hrundi.“

Það var einmitt þá sem Elisabetta Canalis kom inn í líf Clooney. Hún smellpassaði inn í útlitsramma hans, dökkhærð og hávaxin. Parið kynntist 2009 en þá hafði hún starfað sem fyrirsæta og unnið á MTV-sjónvarpsstöðinni. Samandið stóð yfir í tvö ár eða þangað til hún fór í viðtal og sagðist vilja giftast Clooney og stofna fjölskyldu.

Í dag er hann með Stacy Keibler, sem gengið hefur undir nafninu „gertælingarvopnið“.

Það er ekki gott að segja hvers vegna Clooney helst varla lengur en tvö ár með hverri konu. Ætli hann sé ekki bara með skuldbindingarfælni?

George Clooney og Stacy Keibler.
George Clooney og Stacy Keibler. MARIO ANZUONI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda