Oliver lokar: Nýr staður með The Big Lebowski-þema

Á gamla Oliver verður The Big Lebowski þema.
Á gamla Oliver verður The Big Lebowski þema.

Skemmtistaðnum Oliver var lokað á þriðjudaginn eftir sjö ára rekstur. Eftir sex vikur opnar splunkunýr staður með The Big Lebowski-þema. Arnar Gíslason, einn af eigendum Oliver, sagði í samtali við Smartland að staðurinn hefði þurft á breytingum að halda. Nú hafa Andri Björnsson og Óli Már Ólason á Vegamótum gengið til liðs við Arnar og samstarfsmann hans, Loga Helgason.

„Nýi staðurinn verður í anda myndarinnar The Big Lebowski. Þetta verður bæði keiluhöll, bar og dansgólfinu verður lúga þar sem hægt verður að fá hamborgara. Þetta eru í raun þrír staðir í einum. Ætlunin verður að vera með leiki á barnum þar sem keiluskór koma við sögu og verður þetta ekki ósvipað og lukkuhjólið á Enska barnum,“ segir Arnar og er mjög spenntur fyrir breytingunum.

Arnar og Logi hafa í gegnum árin verið í grimmri samkeppni við Óla og Andra á Vegamótum og því er forvitnilegt að vita hvernig samstarfinu verður háttað.

„Við höfum aldrei unnið saman áður en við þekkjumst vel. Þegar mikið er að gera á Vegamótum höfum við á Oliver notið góðs af því og öfugt,“ segir Arnar.

Til þess að gera staðinn sem ævintýralegastan hafa þeir félagar fengið bandaríska arkitekta til liðs við sig. Þeir eru að hanna staðinn og finna leikmuni í Bandaríkjunum til að gera staðinn sem veglegastan. Auk þess mun staðurinn státa af stærsta matseðli á Íslandi.

En fyrir hvern verður þessi nýi staður? „Þetta verður fyrir fólk frá 20 ára upp í 65 ára. Pabbi minn er mikill The Big Lebowski-aðdáandi enda tónlistin í myndinni fjölbreytt og skemmtileg,“ segir Arnar. Þegar hann er spurður út í nafnið á staðnum segist hann alls ekki vilja gefa það upp að svo stöddu.

Arnar Gíslason, Haukur Víðisson og Logi Helgason. Lengst til hægri …
Arnar Gíslason, Haukur Víðisson og Logi Helgason. Lengst til hægri er Gunnar Már Þráinsson veitingamaður. Þessi mynd var tekin þegar Oliver opnaði fyrir sjö árum. Halldór Kolbeins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda