Leikkonan Tinna Hrafnsdóttir og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson leikari, eignuðust tvíburadrengi í gær. Drengirnir voru 11 og 14 merkur og 50 og 52 sm. Tinna segir á facebooksíðu sinni að foreldrarnir séu að rifna úr stolti og öllum líði vel.
„Lífið er dásamlegt! :))))),“ segir Tinna á facebooksíðunni.
Tvíburasynir Tinnu og Sveins eiga sama afmælidag og frumburður Viktoríu krónprinsessu Svía og eiginmanns hennar Daníels Westling.
Smartland óskar Tinnu og Sveini til hamingju með synina.