Eiga von á barni

Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir.
Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir. Ómar Óskarsson

Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon á von á sínu öðru barni með unnustu sinni, Birnu Rún Gísladóttur. Fyrir eiga þau dótturina Jarúnu Júlíu, sem verður fimm ára í maí. Birna Rún á að eiga seinnipartinn í júlí og er komin rúma fjóra mánuði á leið. Þegar blaðamaður hafði samband við Jakob Frímann sagðist hann vera ákaflega ánægður með fjölgunina.

„Þetta eru mestu gleðifréttir síðari tíma í okkar fjölskyldu. Sérstaklega fyrir Jarúnu Júlíu sem hefur þráð að eignast systkini síðan hún fór að hafa vit á því,“ segir Jakob Frímann.

Aðspurður hvort hann viti kynið segir hann að það komi í ljós í næstu viku.

„Að svo stöddu teljum við að annaðhvort sé um sveinbarn eða meybarn að ræða.“

Auk Jarúnar Júlíu á Jakob Frímann dótturina Bryndísi með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ragnhildi Gísladóttur.

Jakob Frímann ásamt dóttur sinni, Jarúnu Júlíu.
Jakob Frímann ásamt dóttur sinni, Jarúnu Júlíu. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda