Eldhaf á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Sérstök styrktarsýning á Eldhafi verður í Borgarleikhúsinu á morgun, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Allur á

Þann 8. mars verður Alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim eins og gert hefur verið í yfir 100 ár. Af því tilefni efnir Borgarleikhúsið til sérstakrar styrktarsýningar á Eldhafi þann 7. mars næstkomandi þar sem allur ágóði rennur til samtaka UN Women á Íslandi. Sýningin hefst kl 19 og að henni lokinni gefst áhorfendum færi á að taka þátt í umræðum með aðstandendum verksins og fulltrúum UN Women. UN Women starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis og veitir fjárhagslega og faglega aðstoð til að bæta stöðu kvenna í fátækustu löndum heims og stríðsátakasvæðum. Samtökin eiga árs afmæli nú á föstudag, 24. febrúar. Leikritið Eldhaf eftir líbanska höfundinn Wajdi Mouawad hefur farið sigurför um heiminn, verið þýtt á tuttugu tungumál og sýnt í yfir 100 uppsetningum. Eldhaf rekur sögu móður í stríðshrjáðu landi, harmleikur um fortíðina sem skapar nútímann og höfðar beint til hjartans. Verkið var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 26. janúar og hefur hlotið fádæma viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Leikstjórn er í höndum Jóns Páls Eyjólfssonar og í burðarhlutverkum eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir.

Um Eldhaf Kona deyr á sjúkrahúsi. Börn hennar, tvíburarnir Símon og Janine, eru boðuð á fund lögfræðings vegna erfðaskrár móður þeirra. Hann afhendir þeim sitt bréfið hvoru frá móðurinni og segir það hinstu ósk hennar að tvíburarnir afhendi bréfin í eigin persónu. Annað á að færa bróður þeirra sem þau vissu ekki að væri til og hitt föður þeirra sem þau töldu látinn. Systkinin halda með bréfin í óvenjulega ferð sem afhjúpar þeim áður ókunna fortíð móður þeirra og hræðilegt leyndarmál. Höfundur verksins Wajdi Mouawad (1968) er fæddur í Líbanon en flúði með foreldrum sínum til Parísar og býr nú í Montréal í Kanada þar sem hann starfar sem leikari, leikstjóri, leikhússtjóri og leikskáld. Eldhaf er hans þekktasta verk, hefur verið þýtt á tuttugu tungumál, farið sigurför um heiminn og verið sýnt í yfir 100 uppsetningum á síðustu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda