Sölvi Tryggvason hjálpar munaðarlausum

Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason.

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er á leið til Haiti til að skoða aðstæður 100 munaðarlausar barna sem misstu foreldra sína í jarðskjálftanum sem reið yfir í janúar 2010.

Íslendingar hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að aðstoða með því að stofna munaðarleysingjaheimili fyrir 50 börn. Heimilið hefur verið fjármagnað af íslenskum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Auk þess hafa Íslendingar fjármagnað fæði, klæði og húsaskjól fyrir önnur 50 börn sem eru hjá fósturforeldrum í landinu.

„Ég er að taka við þessu verkefni sem snýr að 100 munaðarlausum börnum á Haiti. Ég fer út í dag og hitti síðan börnin og kynni mér aðstæður þeirra og verkefnið í heild næstu dagana,“ segir Sölvi sem mun taka myndir og skoða aðstæður barnanna. Auk þess mun hann fara yfir hvernig fjármunum er ráðstafað.

„Ég mun skoða hvort hver einasta króna fari ekki á réttan stað. Enginn sem vinnur að þessu fær krónu borgað, þetta er allt sjálfboðastarf. Þegar ég er búinn að fá tilfinningu fyrir þessu og sjá þetta með eigin augum mun ég svo biðla til fyrirtækja eða samtaka á Íslandi sem eru tilbúin til að leggja þessu góða og þarfa málefni lið. Ef allt gengur að óskum mun ég bera alfarið ábyrgð á þessu verkefni með tíð og tíma og sjá um rekstur þess og að allt gangi vel fyrir sig,“ segir hann.

Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál