Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eignuðust dóttur í nótt. Stúlkan kom í heiminn rétt eftir miðnætti og heilsast móður og barni vel.
Fyrir eiga Bubbi og Hrafnhildur dótturina Dögun París en áður átti Hrafnhildur dótturina Ísabellu. Bubbi átti þrjú börn fyrir með fyrrverandi eiginkonu sinni.
Smartland óskar Bubba og Hrafnhildi til hamingju með stúlkuna.