Dorrit komin á Facebook

Dorrit Moussaieff keypti fyrsta Á allra vörum glossinn í Ljósinu, …
Dorrit Moussaieff keypti fyrsta Á allra vörum glossinn í Ljósinu, bækistöðvum starfseminnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Dorrit Moussaieff birtir mynd af sér og Ólafi Ragnari, sem er líklega fyrsta opinberlega myndin af þeim. Víkurfréttir klipptu Dorrit út af myndinni því það hvarflaði ekki að þeim að þau væru kærustupar.

Nú er frú Moussaieff komin á Facebook og birtir myndina gömlu með þessum orðum:

„Ég hlakka til að fara um landið með Ólafi. Við byrjum í Grindavík á morgun. Það var reyndar fyrsti staðurinn sem ég kom á þegar ég kom fyrst til Íslands. Ólafur tók mig með sér á opnun Bláa lónsins árið 1999. Það var skemmtilegt á fleiri en einn hátt... - með Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Tinna Ólafsdóttir.“

Kosningabarátta Ólafs Ragnars er formlega hafin og mun frú Moussaieff vafalaust fara á kostum á meðan á henni stendur. HÉR er hægt að skoða Facebook-síðu Dorritar.

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit.
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dorrit var konan sem klippt var út af mynd í …
Dorrit var konan sem klippt var út af mynd í Víkurfréttum. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda