Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru bæði komin með aðdáendasíður á Facebook. Ástæðan fyrir því að fólk fær sér aðdáendasíður en ekki hefðbundnar er að þær venjulegu takmarka vinafjölda. Venjulegur Facebook-aðgangur leyfir einungis 5.000 vini og þegar fólk er í kosningabaráttu er ekki hægt að stóla einungis á 5.000 manns en aðdáendasíðurnar leyfa ótakmörkuð „læk“.
Það vekur athygli að síðan Ólafur Ragnar og Dorrit byrjuðu á Facebook er hún komin með tvöfalt fleiri aðdáendur en hann. Þegar fréttin var skrifuð var hann kominn með 964 aðdáendur en hún 1713.
Þau hjónin eru þó ekki bara á Facebook heldur halda þau úti síðunni Ólafur og Dorrit.is.