Chloé Ophelia og Árni Elliot eignast dreng

Árni Elliott og Chloé Ophelia eru búsett í Marseille.
Árni Elliott og Chloé Ophelia eru búsett í Marseille.

Fyrirsætan fyrrverandi Chloé Ophelia og Árni Elliott eignuðust dreng á St. Josephs sjúkrahúsinu í Marseille laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. 

Þau Chloé og Árni eru búsett í frönsku borginni þar sem þau una sér við nám og störf. Að sögn Chloé heilsast henni og drengnum vel. Þau mæðgin eru enn á spítalanum þar sem Chloé segir að stjanað sé við þau og þeim sé kennt allt sem þau þurfi að vita. Í Frakklandi er lágmarksdvöl á spítala fjórir dagar eftir fæðingu ætli konur sér að gefa brjóst.

Drengurinn hefur fengið nafnið Högni Hierónýmus og óskar Smartland þeim Chloé og Árna innilega til hamingju. 

Chloé og Árni áður en Högni Hierónýmus kom í heiminn.
Chloé og Árni áður en Högni Hierónýmus kom í heiminn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda