Fyrirsætan fyrrverandi Chloé Ophelia og Árni Elliott eignuðust dreng á St. Josephs sjúkrahúsinu í Marseille laugardaginn 7. júlí síðastliðinn.
Þau Chloé og Árni eru búsett í frönsku borginni þar sem þau una sér við nám og störf. Að sögn Chloé heilsast henni og drengnum vel. Þau mæðgin eru enn á spítalanum þar sem Chloé segir að stjanað sé við þau og þeim sé kennt allt sem þau þurfi að vita. Í Frakklandi er lágmarksdvöl á spítala fjórir dagar eftir fæðingu ætli konur sér að gefa brjóst.
Drengurinn hefur fengið nafnið Högni Hierónýmus og óskar Smartland þeim Chloé og Árna innilega til hamingju.