Ástralski leikarinn Russell Crowe hefur bæst við það stórskotaliðið sem dvelur á Íslandi en hann kom til landsins í kvöld. Með honum í för er fjölskylda hans en synir hans eru níu og sex ára. Leikstjóri kvikmyndarinnar um örkina hans Nóa, Darren Aronofsky, tilkynnti í dag að hann væri á leiðinni til landsins.
Að sögn Russells Crowes trúa drengirnir hans því varla að hann sé að fara að leika á móti „Hermione“ úr Harry Potter, Emmu Watson, í kvikmyndinni Noah. Leikkonan er væntanleg til landsins á næstu dögum.
Fyrir nokkrum dögum birti breska Daily Express frétt upp úr twitterfærslu Russells Crowes þar sem hann segir drengina mikla aðdáendur Harry Potter-myndanna. Það kemur því ekki á óvart að úr flugvélinni hafi fjölskyldan stigið í kvöld.