Konan sem tamdi Russell Crowe er einstök

Sönn ást. Russell Crowe og Danielle Spencer.
Sönn ást. Russell Crowe og Danielle Spencer. Ljósmynd/AFP

„Konan sem tamdi Russell Crowe“ eru orð sem fjölmiðlar hafa notað um eiginkonu Crowes, söngkonuna áströlsk-ensku Danielle Spencer, en hún dvelur næstu vikur á Íslandi með eiginmanni sínum og börnum. 

Hjónin hafa verið gift í níu ár og Spencer er sögð hafa haft ótrúleg áhrif á Crowe, sem lenti gjarnan á síðum blaðanna áður en þau hjónin byrjuðu saman fyrir skrautleg uppátæki. Sjálfur segist hann einfaldlega hafa vogað sér að húðskamma ljósmyndara sem þoli hann ekki fyrir það.

Leikarinn talar alltaf af mikilli virðingu um 44 ára gamla eiginkonu sína, nú síðast á twitter-síðu sinni í morgun þegar hann líkir höfuðborginni Reykjavík við Spencer, segir þær báðar vera „smágerðar og glæsilegar“.

Danielle semur eigin tónlist og þykja lögin hennar endurspegla karakter hennar vel, góð blanda af styrk og tilfinninganæmi. Hún er jafnvel sögð vera sterki aðilinn í sambandinu en Daily Mail hafði eitt sinn eftir mótleikkonu Russells Crowes, hinni frönsku Marion Cotillard, að eiginkona Russell væri „sterkur persónuleiki, eldklár og blátt áfram“.

Það sem vakti helst athygli þegar þau hjón kynntust og fóru að búa saman var að eiginkonan fékk Crowe til að hætta að drekka þegar hún var ólétt með því að segja: „Jæja, þetta er fínt tækifæri fyrir þig að hætta að drekka og vera félagsskapur fyrir mig. Ef ég verð, af hverju ættir þú þá ekki líka?“

Hjónin eru heimakær og taka samverustundir með börnunum oftar en ekki fram yfir það að mæta á rauða dregilinn. Eins og greint var frá HÉR eru synir þeirra yfir sig spenntir að pabbi sé að fara að leika á móti Harry Potter-stúlkunni Emmu Watson.

Danielle Spencer er sögð hafa afar sterka nærveru.
Danielle Spencer er sögð hafa afar sterka nærveru. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda