Íslensk ofurstjarna í Indlandi

Ofurfyrirsætan Angela Jonsson á íslenskan föður.
Ofurfyrirsætan Angela Jonsson á íslenskan föður. Ljósmynd/Angela Jonsson

Hin hálfíslenska Angela Jonsson er rísandi stjarna í Indlandi þar sem hún ólst upp, orðin landsþekkt fyrirsæta og landaði nýlega aðalhlutverki í stórri kvikmynd þar í landi. Fyrir um ári bar hún sigur úr býtum í indverskum raunveruleikaþætti.

„Ég er í aðalkvenhlutverki í kvikmyndinni en einn stærsti kvikmyndaframleiðandi hér í landi, Saijd Nadiadwalla, framleiðir myndina. Ég get ekki tjáð mig mikið nánar um einstök atriði en þó er staðfest að ein aðalstjarna Bollywoodkvikmyndanna hér í landi, Salman Khan, leikur einnig í myndinni,“ segir Angela þegar Smartland náði af henni tali.

Faðir Angelu er íslenskur, Vilhjálmur Jónsson, en hann fluttist til Indlands fyrir þrjátíu árum og kynntist þar Söndru Tamar, móður Angelu. Angela ólst upp í fjallaþorpi í Suður-Indlandi í 11 systkina hópi. Foreldrar hennar hafa helgað krafta sína mannúðarstörfum, unnið til að mynda með heyrnarlausu ungu fólki.

„Ég hef verið mjög upptekin síðasta árið. Hef setið fyrir í auglýsingaherferðum, verið á forsíðum allra helstu tímarita Indlands en núna fer öll mín orka í komandi kvikmynd. Ég er að læra hindúamálið og æfi indverska dansa dag hvern fyrir hlutverkið. Tökur hefjast innan nokkurra mánaða,“ segir Angela. Þótt hún hafi aldrei búið á Íslandi á hún ættingja hér á landi sem hún heldur góðu sambandi við og heimsækir reglulega.

Angela hefur prýtt forsíður allra helstu tískublaða Indlands.
Angela hefur prýtt forsíður allra helstu tískublaða Indlands. Ljósmynd/ElleIndia
Angela framan á indverska Bazar.
Angela framan á indverska Bazar.
Angela er dökk yfirlitum en þó með íslenskt yfirbragð sem …
Angela er dökk yfirlitum en þó með íslenskt yfirbragð sem þykir eftirsóknarvert ytra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda