Smartland býður á excel-námskeið

Jessica Biel og Justin Timberlake.
Jessica Biel og Justin Timberlake. Getty Images

Smartland Mörtu Maríu ætlar að bjóða einum heppnum lesanda á excel-námskeið vegna fljótfærnismistaka í þýðingu á frétt.

Söngvarinn Justin Timberlake er ákaflega fjölhæfur maður að sögn eiginkonu hans, Jessicu Biel, en þau gengu í leynilegt hjónaband um þarsíðustu helgi. Nú dreymir þau um að leika saman í kvikmynd. „Ef réttu hlutverkin væru í boði myndum við slá til. Hann er góður í öllum hlutverkum,“ sagði hún í samtali við Closer-tímaritið. „Það getur verið viðkvæmt að vinna með ástinni sinni og stundum er það of mikið af því góða.“

Í tilefni af þessari frétt býður Smartland Mörtu Maríu einum heppnum lesanda á Excel-námskeið. Það eina sem þið þurfið að gera er að fara inn á facebook-síðu Smartlands og skilja eftir skilaboð. Smartland Mörtu Maríu getur ekki tryggt að Justin Timberlake verði á svæðinu ...



Jessica Biel.
Jessica Biel. mbl.is/AFP
Jessica Biel og Justin Timberlake.
Jessica Biel og Justin Timberlake. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda