Vandræðalegar sms-sendingar

Björk Eiðsdóttir og Hildur Sverrisdóttir kannast báðar við vandræðaleg sms.
Björk Eiðsdóttir og Hildur Sverrisdóttir kannast báðar við vandræðaleg sms.

Fólk gæti átt von á fyndum og skondnum sms-um á næstunni, að minnsta kosti frá vinum sem eiga iPhone 5. Hluti af nýja stýrikerfinu sem Apple kynnti í september er íslenskt auto-correct forrit sem leiðréttir texta sjálfkrafa og tekur stundum óumbeðið völdin.

Margir þekkja hvernig auto-correct hefur gert daginn ógleymanlegan, yfirleitt á ensku hingað til. Þannig má nefna sem dæmi að Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi og lögfræðingur deilir því á facebooksíðu sinni hvað úr varð þegar hún sendi formlegt sms til „virðulegs stjórnmálamanns“ og fékk svar til baka, aðeins eitt orð; „daður“ eða „flirt“ Svarið átti að hljóma á borð við eitthvað eins og „flott“.

Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og heyrt sagði í samtali við Smartland að hún byrjaði daginn hlæjandi og endaði hann líka með bros á vör þökk sé autocorret. Enda ætlaði hún um daginn að senda vinkonu sinni skilaboðin „Þetta er sick!“ en skilaboðin sem vinkonan tók við hljómuðu svo; „Þetta er dick!“

Auto-correct er ekki að skemmta fólki í fyrsta skipti. HÉR má finna óborganlegar hryllingssögur af því hvernig leiðréttingarforritið tók völdin.

Víða á internetinu má finna samantektir á óborganlegurm auto-correct samtölum.
Víða á internetinu má finna samantektir á óborganlegurm auto-correct samtölum.
Misskilningur getur bjargað deginum.
Misskilningur getur bjargað deginum. MARTIN BUREAU
Hildur Sverrisdóttir fékk skondin skilaboð í símann sinn þar sem …
Hildur Sverrisdóttir fékk skondin skilaboð í símann sinn þar sem auto-correct tók völdin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda