Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Magnússon eignuðust dóttur í dag. Stúlkan var 16 merkur og 51 cm þegar hún kom í heiminn. Stúlkan er annað barn þeirra en fyrir eiga þau soninn Kolbein.
Edda Björg geislaði á meðgöngunni og mætti á frumsýningu verksins Tveggja þjónn í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag. Smartland óskar Stefáni, Eddu Björgu og Kolbeini til hamingju með stúlkubarnið.