Stjörnuparið, Fjölnir Þorgeirsson og Bryndís Ásmundsdóttir, eignaðist dreng á föstudaginn. Fjölnir sagði á Facebook-síðu sinni að þau væru ákaflega hamingjusöm með drenginn.
Það verður nóg að gera hjá parinu því bæði áttu tvö börn áður með fyrri mökum. Þau hnutu um hvort annað í fyrra. Stjörnuspekingurinn Gunnlaugar Guðmundsson skoðaði samband þeirra fyrir tæplega ári og sagði að ástarsamband þeirra væri ástríðufullt.