Einn frægasti hundur Bandaríkjanna klæddur upp sem Björk

Hundurinn sem vekur heimsathygli.
Hundurinn sem vekur heimsathygli. Ljósmynd/http://www.mammabiscuit.com/

Einn frægasti smáhundur Bandaríkjanna, svokölluð Mamma Biscuit, sem formlega heitir Charlotte, vekur mikla athygli á veraldarvefnum um þessar mundir.

Mamma Biscuit hefur verið mynduð af stærstu dagblöðum Bandaríkjanna, svo sem New York Times, með eigendum sínum, en þeir kalla sig „Pabbi John“ og „Pabbi Tommy“ og litla fjölskyldan er búsett í New York.

Pabbi John heldur úti afar vinsælli vefsíðu þar sem hann birtir sögur og myndir úr lífi Mamma Biscuit en hún skartar alls kyns búningum daglega og jafnvel hönnun heimsþekktra hönnuða.

Í tilefni hrekkjavöku klæddist smátíkin nákvæmri eftirlíkingu af hinum fræga svanakjól söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. 

HÉR má sjá fleiri myndir af hinni dásamlegu Mamma Biscuit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda