Fékk nafnið Katrín Borg

Jakob Frímann Magnússon með dótturina Katrínu Borg Jakobsdóttur sem fæddist …
Jakob Frímann Magnússon með dótturina Katrínu Borg Jakobsdóttur sem fæddist í ágúst.

Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon lét skíra dóttur sína og Birnu Rúnar Gísladóttur síðastliðinn sunnudag. Litla stúlkan, sem fæddist í ágúst fékk nafnið Katrín Borg. Borgarnafnið er þó ekki í höfuðið á miðborginni heldur kemur nafnið úr fjölskyldunni. Stúlkan var skírð í Fríkirkjunni í Reykjavík af Sr. Hirti Magna að viðstöddu fjölmenni og miklum tónlistarflutningi.

Nafnið Katrín er frá ömmusystur Jakobs Frímanns, Katrínar Magnúsdóttur frá Gilsbakka, en hún kenndi á orgel. Nafnið Borg vísar svo í ömmu Jakobs og systur, en þær hétu báðar Borghildur. Borg vísar einnig til þess að Birna Rún, unnusta Jakobs Frímanns og móðir stúlkunnar, er ættuð frá Borgarfirði eystra og Jakob Frímann frá Borgarfirði vestra. Þá hefur heyrst að báðir foreldrar hafi miklar mætur á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra.

Fyrir eiga Jakob Frímann og Birna Rún dótturina Jarúnu Júlíu sem er fimm ára. Jarúnar nafnið er í höfuðið á foreldrum hennar, Jakobi og Birnu Rún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda