„Já þarna var ég nú aldeilis smart,“ segir Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona um ljósmynd vikunnar úr fortíðarsafni Morgunblaðsins.
„Ég hef náð mér í krullujárn einhverstaðar og svona líka skvísulegt leðurdress.“
Myndin var tekin í frumsýningarpartí árið 2000 á kvikmyndinni Íslenski Draumurinn sem Róbert I. Douglas leikstýrði. Hafdís Huld lék eitt af aðalhlutverkum í myndinni.
„Ég var nýflutt til London á þessum tíma og minnir að mér hafi bara þótt þetta ansi smart, fyrir utan reyndar hárið. Ég var í einhverju veseni með það eftir of margar litatilraunir með Telmu systur minni.“