Íslensk fegurð keppir við Beyonce

Það er frægðarstimpill að komast á lista askmen.com yfir fallegustu …
Það er frægðarstimpill að komast á lista askmen.com yfir fallegustu konur ársins.

Hin hálfíslenska fyrirsæta og leikkona Angela Jonsson er tilnefnd sem fallegasta kona ársins af karlatímaritinu Ask Men. Á þeim lista eru einnig konur á borð við Katie Holmes, Jennifer Aniston, Beyoncé og Natalie Portman. Á vefsíðu tímaritsins er þessa dagana kosið á milli þessara heimsins frægustu kvenna og Angelu.

Angela er nú þegar ein þekktasta fyrirsæta Indlands og tekst um þessar mundir á við aðalhlutverk í Bollywood-mynd þar í landi.  

Á Facebook eru hvorki fleiri né færri en tíu aðdáendasíður helgaðar henni. Þess má geta að Angela var nýlega í fríi hérlendis en hún á stóra fjölskyldu á Íslandi.

Angela Jonsson á rauða dregli Vogue í Indlandi í haust.
Angela Jonsson á rauða dregli Vogue í Indlandi í haust. AFP
Angela prýðir allar helstu tímaritaforsíður Indlands.
Angela prýðir allar helstu tímaritaforsíður Indlands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda