Hin hálfíslenska fyrirsæta og leikkona Angela Jonsson er tilnefnd sem fallegasta kona ársins af karlatímaritinu Ask Men. Á þeim lista eru einnig konur á borð við Katie Holmes, Jennifer Aniston, Beyoncé og Natalie Portman. Á vefsíðu tímaritsins er þessa dagana kosið á milli þessara heimsins frægustu kvenna og Angelu.
Angela er nú þegar ein þekktasta fyrirsæta Indlands og tekst um þessar mundir á við aðalhlutverk í Bollywood-mynd þar í landi.
Á Facebook eru hvorki fleiri né færri en tíu aðdáendasíður helgaðar henni. Þess má geta að Angela var nýlega í fríi hérlendis en hún á stóra fjölskyldu á Íslandi.