Sjónvarpsþættirnir Lífsleikni Gillz í umsjón Egils Einarssonar verða sýndir í bíó á næstunni og koma mörg þekkt andlit fyrir í þáttunum eins og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir alheimsfegurðardrottning, Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður á Rás 2, Helgi Björnsson söngvari, Arnar Grant einkaþjálfari, Sverrir Stormsker, Fjölnir Þorgeirsson og auðvitað Auddi og Sveppi.