Ingibjörg Pálmadóttir stöðvaði Gillz

Gillz.
Gillz. mbl.is/RAX

Á föstudaginn átti að frumsýna þættina Lífsleikni Gillz í Sambíóunum en þættirnir voru upphaflega gerðir fyrir Stöð 2 og framleiddir af Stórveldinu. Eftir að Egill Einarsson var kærður fyrir nauðgun ákvað Stöð 2 að hætta við sýningar á þáttunum. Kvikmyndavefurinn Svarthöfði greinir frá því að Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hafi bannað sýningar á efninu í bíó.

„Þættirnir voru framleiddir fyrir Stöð 2, sem á að sögn 1/3 í framleiðslunni, þannig að stöðin getur komið í veg fyrir dreifingu efnisins en þessi ákvörðun mun hafa komið eigendum Stórveldisins og Samfilm í opna skjöldu. Hjá Sambíóunum fengust þær upplýsingar að allt útlit væri fyrir að Lífsleikni Gillz yrði sett á ís um óákveðinn tíma en hryllingsmyndin The Possession, með Kyru Sedgwick, verður frumsýnd á föstudaginn í staðinn,“ segir á kvikmyndavefnum Svarthöfða. 

Gillz og Nilli púla.
Gillz og Nilli púla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda