Söngvarinn Jón Jónsson, sem nýlega skrifaði undir samning við Sony, er í dag búinn að vera í 10 ár með kærustunni Hafdísi Björk Jónsdóttur.
„Hér ber að líta 10 ára gamla mynd af mér og Hafdísi Björk en í dag eru einmitt 10 ár síðan við byrjuðum saman. Þá breyttist líf mitt til hins betra,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.
Jón og Hafdís byrjuðu saman þegar þau stunduðu bæði nám við Verzlunarskóla Íslands. 10 ára gamla myndin af þeim var tekin þegar þau voru á leið á 80's-ball í Menntaskólanum við Sund. Myndin er söguleg því þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Jón fór á menntaskólaball utan Verslunarskólans.