Anna Mjöll slæst við fyrrverandi í réttarsal

Anna Mjöll Ólafsdóttir og Cal Worthington á brúðkaupsdaginn.
Anna Mjöll Ólafsdóttir og Cal Worthington á brúðkaupsdaginn. mbl.is

Skilnaður íslensku söngkonunnar Önnu Mjallar og hins 92 ára gamla bílasala, Cal Worthington, er umfjöllunarefni í fréttaskýringaþættinum Eyewitness News á ABC sjónvarpstöðinni í Los Angeles. 

Eins og kunnugt er sótti Anna Mjöll um skilnað frá eiginmanni sínum eftir 8 mánaða hjónaband og er mál þeirra nú fyrir dómstólum. Lögfræðingur Önnu Mjallar segir hana eiga tilkall til helmings í Beverly Hills-setri sem Cal Worthington keypti á meðan þau Anna Mjöll voru gift en setrið er metið á um 376 milljónir íslenskra króna.

Lögfræðingur Worthington, Stephen Koldny, segir að Anna Mjöll hafi hins vegar skrifað upp á hjúskaparsáttmála sem útiloki að hún geti fengið þessa peninga og jafnframt heldur Koldny því fram að Anna Mjöll hafi tekið út um 25 milljónir af sameiginlegum reikningi þeirra hjóna og fært yfir á bankareikninga sem voru í hennar einkaeigu. 

Lögfræðingur Önnu Mjallar segir að henni hafi hins vegar verið frjálst að nota þann reikning að eigin vild og ekki verið neinar hömlur settar á hverju hún mætti eyða.

Worthington segir í viðtali við sjónvarpsstöðina að skilnaðurinn hafi reynt á hann og hann óski engum þess að ganga í gegnum skilnað, reynslan sé hræðileg.

HÉR má sjá umfjöllun Eyewitness í heild þar sem þau Anna Mjöll og Worthington sjást meðal annars í réttarsal.

Anna Mjöll Ólafsdóttir og Cal Worthington.
Anna Mjöll Ólafsdóttir og Cal Worthington. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda