RC-Cola komið aftur

RC-cola.
RC-cola.

„Það er löng saga á bak við það að við erum farin að framleiða RC-Cola en við erum búin að stefna á gosdrykkjamarkaðinn lengi, það er að segja með eigin framleiðslu. Það má segja að þetta sé gamall draumur að rætast hjá félaginu,“ segir Ásgeir Johansen, framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Company. 

RC Cola þekkja landsmenn, sem að minnsta kosti eru komnir nokkuð yfir tvítugt, vel en hann fékkst um árabil hérlendis. Það er dótturfyrirtæki Rolf Johansen & Company, RJC framleiðsla sem framleiðir drykkinn en Rolf Johansen mun sjá um um dreifingu og sölu. 

Í sumar birtist grein á Smartlandi þar sem stutt yfirlit var gert yfir ýmsa vinsæla drykki sem horfið höfðu úr verslunum, þar á meðal RC Cola en aðdáendur drykksins geta nú tekið gleði sína á ný. 

Drykkurinn er uppruninn frá Bandaríkjunum og hefur verið framleiddur frá árinu 1905 en hann er talinn vera með þriðju mestu útbreiðslu kóladrykks í heiminum. Atli Kristjánsson, viðskipta- og þróunarstjóri RJC og framkvæmdastjóri verksmiðjunnar segir höfuðbúðir RC Cola leggja mikið upp úr gæðum í framleiðslu drykkjarins.

Gömul íslensk auglýsing um drykkinn.
Gömul íslensk auglýsing um drykkinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda