Fréttir af fólki sem málar pony-hesta, lifir á frægð úr fortíðinni eða vakti athygli fyrir eitthvað óvenjulegt skipuðu sinn sess á Smartlandi í ár.
- Leikkonuna Alison Arngrim þekkja Íslendingar, komnir yfir þrítugt, sem hina andstyggilegu Nellie Oleson, úr sjónvarpsþáttunum Húsið á sléttunni. Alison vinnur fyrir sér sem skemmtikraftur og leikkona og hefur skrifað nokkrar bækur en Smartland skyggndist inn í líf hennar eins og það er í dag fyrr á árinu.
- „Prince er á leiðinni til New York og Freddy Krueger til Kaliforníu,“ sagði Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl um pony-hestana sína sem hún umbreytir og gerir þá nær óþekkjanlega.
- Steinunn Camilla, söngkona í The Charlies, hannaði skartgripi í ár, meðal annars eyrnalokka, sem vöktu mikla athygli en hver og einn lokkur ber nafn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Eyrnalokkarnir eru gerðir úr göddum.
- Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir og eiginmaður hennar Tjörvi Óskarsson tóku sig til og breyttu algerlega um lífsstíl. Bæði voru þau komin langt yfir kjörþyngd en með breyttu mataræði náðu þau af sér samtals 60 kílógrömmum. Frásögn þeirra hjóna vakti athygli, ekki síst fyrir þær sakir að það sem hafði mikil áhrif á árangur þeirra var bók sem þau keyptu á amazon og hjálpaði þeim mikið.
- Smá léttur fróðleikur sem gerir lífið skemmtilegra er oft vel þeginn. Lesendur Smartlands virtust skemmta sér hið besta yfir molanum um að Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ættu sama afmælisdag, sem var eitt vinsælasta lestrarefni Smartlands á árinu.
- Í tilefni útgáfu nýja IKEA-vörulistans gat fólk látið mynda sig í stofunni sem var á forsíðu vörulista IKEA í ár. Jón Fannar Magnússon og Elín Svavarsdóttir tóku leikinn alla leið og stillti sá fyrrnefndi sér upp á nærbuxunum einum fata.
- Margir þekkja hvernig auto-correct hefur gert daginn ógleymanlegan, yfirleitt á ensku hingað til. Þannig má nefna sem dæmi að Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og lögfræðingur, deildi því á facebooksíðu sinni hvað úr varð þegar hún sendi formlegt sms til „virðulegs stjórnmálamanns“ og fékk svar til baka, aðeins eitt orð; „daður“ eða „flirt“. Svarið átti að vera „flott“.
-
Einn frægasti smáhundur Bandaríkjanna, svokölluð Mamma Biscuit, sem formlega heitir Charlotte, vakti athygli fyrr í ár þegar hann var klæddur upp sem Björk.
Alison Arngrim varð fimmtug í ár.
AFP/Samsett mynd
Erla Ósk Arnardóttir Lillendahl málar pony-hesta.
Ljósmynd/Samsett mynd
Steinunn Camilla með eyrnalokk úr línunni Liberty.
Ljósmynd/CarmaCamilla