Þjóðþekktir Íslendingar áttu barnaláni að fagna á árinu og í heiminn komu stúlkur og drengir sem foreldrarnir sjá ekki sólina fyrir. Smartland rifjar hér upp nokkrar fréttir þar að lútandi frá árinu:
- Bryndís Ásmundsdóttir leikkona og athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson eignuðust dreng í október. Drengurinn fékk nafnið Fjölnir Már.
- Líkamsræktarkonungnum Arnari Grant og eiginkonu hans, Kristínu Hrönn Guðmundsdóttur, fæddist lítil stúlka í október.
- Fyrirsætan fyrrverandi Chloé Ophelia og Árni Elliott eignuðust dreng á St. Josephs-sjúkrahúsinu í Marseille í júlí. Drengurinn hefur fengið nafnið Högni Hierónýmus.
- Miðborgarstjórinn og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og unnusta hans, Birna Rún Gísladóttir, eignuðust dóttur í ágúst. Dóttirin fékk nafnið Katrín Borg.
- Alþingismaðurinn Illugi Gunnarsson og eiginkona hans, Brynhildur Einarsdóttir, eignuðust dóttur í mars. Dóttirin fékk nafnið Guðrún Ína.
- Fyrirsætan og stílistinn Kristrún Ösp Barkardóttir eignaðist son í mars. Sveinn Andri Sveinsson er faðir drengsins. Drengurinn hlaut nafnið Baltasar Börkur.
- Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Magnússon eignuðust dóttur í október.
- Tónlistarmanninum Bubba Morthens og eiginkonu hans, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, fæddist dóttir í maí. Dóttirin fékk nafnið Aþena Lind.
- Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir og eiginmaður hennar, Pétur Árni Jónsson, eignuðust son í apríl.
- Þó nokkrir tvíburar komu í heiminn á árinu. Leikarahjónin Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson leikari eignuðust tvíburadrengi í febrúar og gömlu vinkonurnar Katrín Júlíusdóttir viðskiptaráðherra og Tinna Ólafsdóttir, einn af eigendum Ígló, eignuðust báðar tvíbura á árinu.
Bryndís Ásmundsdóttir og Fjölnir Þorgeirsson fæddist drengur í október.
Ljósmynd/Samsett mynd
Jakob Frímann Magnússon með dótturini Katrínu Borg Jakobsdóttur sem fæddist í ágúst.
Chloé Ophelia og Árni Elliott eignuðust son á árinu.