Eftirminnilegustu ummæli ársins

Ásdís Rán.
Ásdís Rán. Monitor

„Ég elska borgarstjóra Íslands,“ sagði Lady Gaga í október þegar hún var spurð að því á Twitter hvaða forseti í allri heimssögunni væri í eftirlæti hjá söngkonunni. 

 „Ég vil vera áfram í fjölmiðlum.“ Svo sagði Erna Dís Schweitz, einn af þáttastjórnendum morgunþáttarins Magasín á FM957, í viðtali við Smartland í tilefni þess að þátturinn lauk göngu sinni í lok nóvember.

„Eftir Íslandsferðina er ég kominn með skyrfíkn. Hvar er hægt að kaupa það annars staðar í heiminum?“ Svo mælti Russell Crowe en hann uppgötvaði íslenska skyrið meðan hann dvaldi hérlendis við kvikmyndatökur í sumar.

„Það er umtalað hvað íslensku stelpurnar eru flottar. Við vorum meira að segja kallaðar í viðtal á erlendri sjónvarpsstöð,“ sagði Margrét Edda Gnarr um viðbrögð gesta á Arnold Classic-vaxtarræktarmótinu við íslensku keppendunum.

Já þarna var ég nú aldeilis smart,“ sagði Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona um ljósmynd úr fortíðarsafni Morgunblaðsins.

„Mér hefur alltaf verið hafnað,“ sagði tónlistarkonan Leoncie sem var ósátt við að vera ekki með á Iceland Airwaves.

„Ég er fljót að blása út,“ sagði Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta aðspurð út í líkamsræktarvenjur sínar.

„Ég finn ekki hinn spariskóinn,“ sagði Dr. Gunni þegar hann taldi saman skópörin sín fyrir Smartland.

Dr. Gunni.
Dr. Gunni. mbl.is/Golli
Hafdís Huld.
Hafdís Huld. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda