Umtöluðustu ástamálin á árinu

Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison.
Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir

Ástir og örlög eru lesendum Smartlands hugleikin en nokkrir Íslendingar vöktu sérstaka athygli fyrir ný sambönd sín, brúðkaup eða skilnaði.

  1. Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir sótti um skilnað fyrir um ári frá hinum 92 ára gamla bílasala Cal Worthington en skilnaðarmál þeirra er nú fyrir dómstólum. Í maí á þessu ári flutti Smartland frétt þess efnis að Anna Mjöll hefði fundið ástina á ný. Sá heppni heitir Luca Ellis og er frægur djasssöngvari í Los Angeles.

  2. Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison giftu sig í sumar á Suður-Englandi. Sólveig er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Dhani er sonur Bítilsins sáluga George Harrisons. 

  3. Fótboltamaðurinn Grétar Rafn Steinsson trúlofaði sig í febrúar. Unnustan heitir Francesca Bamber, dóttir Daves Bamber, fyrrverandi atvinnumanns hjá Liverpool og Stoke. Lögskilnaður Grétars og Manúelu Óskar Harðardóttur gekk í gegn í janúar á þessu ári. 
  4. Ásdís Rán fyrirsæta og Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður skildu að skiptum fyrr á árinu. 

  5. Eitt umtalaðasta nýja par ársins 2012 er svo að lokum sennilega Hannes Smárason og Brynja X. Vífilsdóttir, fyrirsæta og fyrrverandi fegurðardrottning.
Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur staðið í ströngu á árinu.
Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur staðið í ströngu á árinu.
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda