Fékk hrærivél í afmælisgjöf frá kærastanum

Halla Vilhjálmsdóttir leikkona.
Halla Vilhjálmsdóttir leikkona. mbl.is/Golli

Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir er 31 árs í dag og fór í klippingu í tilefni dagsins og borðaði svínalund með vinkonu sinni.

„Ég var vakin á miðnætti með gjöfum, sælgæti og kossum og fór svo aftur að sofa og vaknaði snemma til að fara út að hlaupa. Það er svo gott til að hreinsa hugann og komast í gott afmælisskap,“ segir afmælisbarn dagsins, Halla Vilhjálmsdóttir. 

„Svo fór ég í klippingu og sit nú með fínt hár, kampavín og svínalund á Carnaby Street með Barböru, bestu vinkonu minni. Það er hápunktur dagsins. Svo langar mig að fara á eftir og skoða fylgihluti fyrir nýju Kitchen Aid-hrærivélina sem kærastinn gaf mér í afmælisgjöf. Ég get eiginlega ekki beðið eftir að leika með nýja dótið, svo það er aldrei að vita nema ég skrópi í dinner og leikhús og verði bara heima að baka í kvöld,“ segir hún og hlær. 

Halla Vilhjálmsdóttir.
Halla Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda