Það er hægt að leika fullnægingu

Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk í Kvennafræðaranum.
Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk í Kvennafræðaranum. mbl.is

Jóhann G. Jóhannsson leikari fer með mikilvægt hlutverk í verkinu Kvennafræðaranum sem frumsýnt verður í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Hann er eini karlinn í sýningunni og leikur karla, kynfæri kvenna og fullnægingu kvenna svo eitthvað sé nefnt. Kvennafræðarinn er eldfjörug og ágeng leiksýning um allt sem konur og karlar vilja vita um kvenlíkamann. Hann segist hafa lært mikið um málefnið á æfingaferlinu. „Ég vissi til dæmis ekki að eggið svifi um í kviðarholi konunnar þegar hún væri á blæðingum,“ segir hann og játar að þau hafi oft orðið sjokkeruð og hlegið mikið á æfingaferlinu milli þess sem þau fóru í gegnum allan tilfinningaskalann.

Leikritið Kvennafræðarinn hefur notið mikilla vinsælda í Danmörku frá því að það var frumsýnt þar fyrir tveimur árum. Sýningin hlaut virtustu leiklistarverðlaun Dana, Reumertverðlaunin.

Leikritið er byggt á bókinni Kvinde kend din krop sem kom fyrst út í Danmörku árið 1975 og vakti mikla athygli með hispurslausri umfjöllun um konur, líkama þeirra, tilfinningar, frjósemi og kynlíf. Bókin þótti byltingarkennd, og varð vopn í baráttunni fyrir því að efla sjálfsvitund og sjálfsvirðingu kvenna. Hún hefur komið út í nýrri útgáfu á tíu ára fresti, og leikritið byggir á öllum útgáfum hennar. Hér á Íslandi kom bókin út endursamin undir heitinu Nýi kvennafræðarinn árið 1981.

Í leikritinu er viðfangsefnið nálgast í senn af fullri alvöru og leiftrandi húmor. Tveir leikarar, karl og kona, leiða okkur inn í leyndustu afkima líkamans og sálarinnar, skemmta okkur og fræða og nýta sér á frumlegan og óvæntan hátt möguleika leikhússins. Hvernig upplifir konan heiminn í gegnum líkama sinn? Hvað veit hún um sjálfa sig? Hvað gerist innra með henni þegar hún verður ástfangin? Hvernig fær hún fullnægingu? Hverjir eru órar hennar og dagdraumar?

Charlotte Böving leikstýrir verkinu en þetta er í fyrsta skipti sem hún gerir það í Þjóðleikhúsinu.

Aðspurður að því hvort það hafi gerst eitthvað spaugilegt á æfingatímabilinu segir Jóhann að það hafi verið skemmtilegt. „Ætli það standi ekki upp úr að við vorum farin að segja setningar eins og „píkan er blaut“ og fleira í þeim dúr án þess að finnast neitt að því,“ segir hann og brosir.

Jóhann G. Jóhannsson í hlutverki í Kvennafræðaranum.
Jóhann G. Jóhannsson í hlutverki í Kvennafræðaranum. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda