Fékk dreng í afmælisgjöf

Andri Freyr Viðarsson fékk barn í afmælisgjöf.
Andri Freyr Viðarsson fékk barn í afmælisgjöf.

Andri Freyr Viðarsson datt í lukkupottinn á 33 ára afmælisdaginn en samstarfskona hans, Guðrún Dís Emilsdóttur, fæddi dreng í morgun.

Andri Freyr og Guðrún Dís eru með hinn geysivinsæla útvarpsþátt, Virkir morgnar, á Rás 2 en nú er hún komin í fæðingarorlof. Sólmundur Hólm leysir Guðrúnu Dís af á meðan hún er í fæðingarorlofi. Þótt Andri Freyr og Guðrún Dís labbi alveg í takt í útvarpinu bjóst enginn við því að Andri Freyr fengi son hennar í afmælisgjöf.

„Hvað gjafirnar varðar þá var hún Gunna Dís nú svo rausnarleg að eignast dreng í morgun og það er stærsta gjöfin til þessa. Jafnvel að það toppi Crocs-skóna sem hún gaf mér síðast,“ segir Andri Freyr á Facebook-síðu sinni. 

Guðrún Dís Emilsdóttir.
Guðrún Dís Emilsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda