Jón Hilmar Hallgrímsson, Jón stóri eins og hann var kallaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu í nótt. Síðan þær fréttir bárust að Jón væri allur hefur hinstu kveðjum rignt inn á Facebook-vegginn hans. Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta í Búlgaríu minnist Jóns á Facebook og er hún viss um að það verði fagnaðarfundir hjá honum og Geira á Goldfinger, Ásgeiri Þór Davíðssyni, í himnaríki en hann kvaddi þennan heim fyrir rúmu ári, í apríl 2012.
„Blessuð sé minning Jón Stóra, hún á eftir að lifa lengi, nú veit ég að Geiri hefur tekið vel á móti honum,“ segir Ásdís Rán á Facebook og heldur áfram. „Ég kveð þig með söknuði og sendi samúðarkveðju til fjölskyldu og vina,“ sagði hún.