Linda Pétursdóttir framkvæmdastjóri Baðhússins segist vera búin að gera tímamótasamning sem gerir það að verkum að hún brosi hringinn.
„Var rétt í þessu að undirrita tímamótasamning fyrir fyrirtæki mitt. Ræð mér vart fyrir kæti og brosi allan hringinn. Spennandi tímar framundan,“ segir Linda á Facebook.
Þegar Smartland hafði samband við hana vildi hún ekki láta uppi um hvað samningurinn fjallaði en lofaði að segja lesendum frá því innan skamms. Þangað til bíðum við spennt ...