Ryan Gosling í betri stofunni

Ryan Gosling fór í Bláa lónið í gær.
Ryan Gosling fór í Bláa lónið í gær. mbl.is/Samsett mynd

Stórleikarinn Ryan Gosling er staddur hérlendis til að hitta Valdísi Óskarsdóttur klippara en hún klippir nýjustu mynd hans How to Catch a Monster. Myndin er frumraun hans í leikstjórastólnum. Í lýsingu IMDB segir að myndin fjalli um einstæða móður sem er rifin inn í myrka undirheima á meðan unglingssonur hennar uppgötvar veg sem leiðir hann að leyndri borg neðansjávar.

Í gær skellti Gosling sér í Bláa lónið og naut alls þess besta sem sú heilsulind hefur upp á að bjóða. Það er einhvern veginn ekki hægt að koma til Íslands nema heimsækja þessa heilsulind. Það sem færri vita er að í Bláa lóninu eru sérklefar fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig.

Um er að ræða álmu með sérherbergjum sem eru hvert og eitt með sturtu og búningsaðstöðu. Gengið er upp á aðra hæð til að fara í þessa álmu en þegar farið er út í lónið er gengið niður tröppur og þar er einkastofa þar sem hægt er að hvíla sig, panta veitingar og fara í sérlón sem er innandyra.

Það hefur því ekki væst um kappann.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda