„Hann er gullfallegur“

Guðlaugur Þór Þórðarson, Ágústa Johnson, Mark Wahlberg, Sonja Dís og …
Guðlaugur Þór Þórðarson, Ágústa Johnson, Mark Wahlberg, Sonja Dís og Þórður Ársæll á tökustað 2Guns í Texas.

„Við fórum að heimsækja Balta í fyrra þegar við vorum á ferðalagi í Texas, keyrðum yfir til New Orleans og hann bauð okkur að koma á tökustað á myndinni 2Guns. Þegar við komum var hann að leikstýra atriði úr myndinni sem gerist á herstöðinni,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. Hún og eiginmaður hennar, Guðlaugur Þór Þórðarson, eru vinir Baltasars Kormáks leikstjóra myndarinnar og má þess til gamans geta að Ágústa og Baltasar voru bæði á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Borgarstjórnarkosningarnar 1998. Ágústa varð varaborgarfulltrúi en komst fljótt að því að líkamsræktin höfðaði meira til hennar en borgarpólitíkin og dró hún sig út úr pólitíkinni. „Ég man hreinlega ekki í hvaða sæti ég bauð mig fram í, það er svo langt siðan þetta var,” segir hún og hlær. 

En aftur að 2Guns því Ágústa og fjölskylda hittu  Mark Wahlberg, annan aðalleikara myndarinnar. „Við fengum auðvitað mynd af okkur með honum og svo spilaði Gulli körfubolta við hann og Balta daginn eftir. Krökkunum fannst auðvitað mikil upplifun að sjá bíómynd tekna upp og okkur auðvitað líka,” segir hún.

Ágústa og Guðlaugur Þór mættu á frumsýningu myndarinnar hérlendis í gærkvöldi og þegar hún er spurð að því hvernig hafi verið að sjá myndina loksins segir hún að það hafi verið frekar svalt.

„Það var sérstaklega gaman að sjá atriðin sem voru tekin á tökustaðnum sem við fórum á og atriðið í herstöðvar herberginu.“

Var Wahlberg jafn myndarlegur í eigin persónu og á hvíta tjaldinu? „Já hann er gullfallegur þessi maður og svakalega indæll og víst asskoti góður í körfubolta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda