Fannar hættir tímabundið í Hraðfréttum

Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson umsjónarmenn Hraðfrétta.
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson umsjónarmenn Hraðfrétta. Morgunblaðið/Golli

Fannar Sveinsson, annar umsjónarmaður Hraðfrétta, ætlar að dvelja í Eþíópíu í þrjá mánuði. Unnusta hans, Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi, er að fara að vinna verkefni í Eþíópíu og ætlar Fannar að fylgja henni. Þegar ég hafði samband við hinn helming Hraðfrétta, Benedikt Valsson, sagði hann að þetta myndi líklega reddast.

„Það leggst þokkalega í mig. Vissulega vont að missa hann úr þættinum en Gunni er frjór og duglegur,“ segir hann en Gunnar á Völlum mun leysa Fannar af. Þegar hann er spurður að því hvort hann sé ekkert hræddur við mannabreytingarnar segir hann svo ekki vera. 

„Ég held að þetta muni vera sama smurða vélin. Gunni gæti komið með aðrar áherslur sem er bara hollt fyrir þáttinn í heild,“ segir Benedikt. 


Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson.
Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda