Listamaðurinn Gotti Bernhöft fór óvenjulega leið þegar hann lærði Visual Communication í Los Angeles. Hann húðflúraði á sig fyrsta verkefnið - síðan hafa þúsundir húðflúrað myndir hans á sig.
Verk Gotta Bernhöft eru unnin með fjölbreyttri tækni. Á sýningunni eru annarsvegar „portrett“ teikningar unnar með bleki og úðabrúsalakki og hinsvegar stórar myndir unnar með blýanti, bleki, úðabrúsalakki, tússi og olíulitum.