Mest lesnu fréttir Smartlands 2013

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland 2009, ásamt Magdalenu Dubik, …
Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland 2009, ásamt Magdalenu Dubik, sem varð í öðru sæti, og Sylvíu Dagmar Friðjónsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Ljósmynd/Jakob Fannar Sigurðsson

Árið 2013 var mjög gott fréttaár og hafa aldrei fleiri lesendur notið þess að fá allt það heitasta beint í æð á Smartlandi Mörtu Maríu. Fegurðarsamkeppnir voru fyrirferðamiklar á árinu en heit umræða spratt um þær og tilverurétt þeirra eftir að nýir aðilar ákváðu að endurvekja keppnina Ungfrú Ísland sem legið hafði í dvala. Þegar skráningar í keppnina hófust tóku konur sig til og skráðu sig í keppnina. Þar á meðal var þingmaður Samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Í kjölfarið birti Smartland Mörtu Maríu gamlan samning sem þátttakendur í keppninni þurftu að undirrita á sínum tíma. Svona var samningur í Ungfrú Ísland er mest lesna frétt Smartlands 2013.

Önnur mest lesna frétt ársins fjallaði um brúðkaup Stuðmannsins, Jakobs Frímanns Magnússonar og Birnu Rún Gísladóttur. Birna Rún var ekki í hefðbundnum brúðarkjól heldur í gullkjól úr ELLU. 20 ára aldursmunur er á parinu en þau gengu í hjónaband á afmælisdaginn sinn, hún fagnaði fertugsafmælinu og hann sextugsafmælinu.

Þriðja mest lesna fréttin á Smartlandi Mörtu Maríu var Kynþokkafulli dansarinn sem tryllir allt á netinu. Um er að ræða myndband þar sem mjög þokkafullar hreyfingar dansarans fá að njóta sín fyrir allan peninginn. Yfir þessu skemmtu lesendur Smartlands sér þann 8. mars eða tveimur dögum eftir að mesta óveður ársins gekk yfir landið.

Um miðjan júní birti Smartland Mörtu Maríu frétt um húseign á Holtsgötu sem auglýst var til sölu nema hvað að ljósmyndirnar sem birtust með eigninni voru engu líkar. Það var svo hryllilega mikið drasl að annað eins hefur varla sést. Fréttin, Datt engum í hug að taka til? er fjórða mest lesna fréttin 2013.

Fimmta mest lesna fréttin var Heimsins besti kjúklingur en uppskriftin kemur frá Berglindi Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og matarbloggara. Það sem fékk fólk til að elska þessa uppskrift er að það tekur aðeins fimm mínútur að græja sósuna á kjúklinginn áður en hann er eldaður og í uppskriftinni eru einungis fimm innihaldsefni. Fólk kann greinilega að meta það.

Sjötta mest lesna fréttin var Ásdís Rán minnist Jóns stóra. Í fréttinni var sagt frá því að Jón Hilmar Hallgrímsson, Jón stóri, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu og minntist Ásdís Rán hans á Facebook-síðu sinni.

Sjöunda mest lesna fréttin var Einbýli í Fossvogi með leynigarði. Um er að ræða hús við Láland í Reykjavík sem byggt var 1978. Í miðju húsi er sérstakur leynigarður sem þótti afar spennandi. Svo mikill spenningur var fyrir húsinu að nágrannarnir fundu fyrir töluverðu ónæði eftir að fréttin birtist því fólk vildi sjá með eigin augum þetta dularfulla hús. Það má því alveg segja að Láland sé ein heitasta gata ársins. Það er svo sem ekkert nýtt því nokkrir athafnamenn búa í götunni eða hafa búið. Róbert Wessman fjárfestir býr til dæmis í götunni og það gera líka Haukur Oddsson forstjóri MasterCard, Bjarki Diego lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings, Guðmundur Hjaltason fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis, Stefán Ólafsson og Edda Andrésdóttir fréttakona, Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson eigendur 66 Norður. Og svo bjuggu Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir í götunni um tíma.

Áttunda mest lesna fréttin var Ást í loftinu hjá Bjartri framtíð en í fréttinni var myndasyrpa frá kosningavöku Bjartar framtíðar. Guðmundur Steingrímsson formaður flokksins og eiginkona hans, Alexía Björg Jóhannsdóttir, fóru í sleik fyrir framan myndavélarnar. Þetta kunnu lesendur Smartlands Mörtu Maríu að meta.

Níunda mest lesna frétt ársins var Keppendur í Biggest Loser afhjúpaðir. Í fréttinni var sagt frá því hvaða tólf einstaklingar myndu taka þátt í sjónvarpsþættinum sem allir og amma þeirra eiga eftir að horfa á. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á SkjáEinum í janúar.

Tíunda mest lesna fréttin var Sex matvæli sem allir ættu að forðast. Það þarf líklega ekki að tíunda það en mælt er með því að fólk forðist hvítt hveiti, örbylgjupopp og unnar kjötvörur svo eitthvað sé nefnt.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skráði sig í Ungfrú Ísland …
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar skráði sig í Ungfrú Ísland og vakti það mikla athygli. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda