Lilja Pálma missti uppáhaldshrossin sín

Lilja Pálmadóttir heimsótt í hesthúsið.
Lilja Pálmadóttir heimsótt í hesthúsið. Ljósmyndir/Youtube.com

Hestakonan og kvikmyndaframleiðandinn Lilja Pálmadóttir missti fjögur hross síðasta mánudag. Samkvæmt heimildum Hestafrétta drápust fjórar hryssur á bænum Hofi á Höfðaströnd Skagafirði. 

„Allt bendir til að dauða hrossanna megi rekja til eitrunar í heyi. Allar hryssurnar voru tamdar og góðir reiðhestar sem hafa átt folöld síðustu árin. Þar af voru þrjár með 1. verðlaun, þ.e. yfir 8 í kynbótadóm og ein hryssan Glóð frá Grund var í fjórða sæti í yngsta flokki hryssna á LM2006.

Lilja Pálmadóttir, hestamaður og bóndi, á Hofi á Höfðaströnd, sagði í viðtali við Hestafréttir að þessi missir sé mikið áfall og að hún hafi haldið mikið upp á þessar hryssur. Sérstaklega nefnir hún að hún sjái eftir Glóð frá Grund sem var 11 vetra. Lilja segir að hún hafi haft trú á henni sem kynbótahryssu. Glóð hefur átt 6 afkvæmi á Hofi,“ segir á vef Hestafrétta. 

Þar kemur fram að málið sé í rannsókn en HÉR er hægt að lesa nánar um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda