Fjölnir Þorgeirsson kominn með vinkonu

Fjölnir Þorgeirsson og Þóra Steina Jónsdóttir á Esjunni.
Fjölnir Þorgeirsson og Þóra Steina Jónsdóttir á Esjunni.

Athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson og leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir slitu sambandi sínu í vor. Parið bjó saman í Hveragerði en flutti til Reykjavíkur í byrjun árs. Stuttu síðar skildu leiðir. Nú er hann kominn með vinkonu. Sú heppna heitir Þóra Steina Jónsdóttir, er 24 ára viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra Steina er mikil íþróttakona en hún hefur keppt í módel-fitness auk þess að starfa hjá 365. 

Parið hefur verið töluvert áberandi eftir að leiðir sameinuðust. Þau fóru til dæmis saman á tónleika Helga Björns í Hörpu og fór neistinn á milli þeirra ekki framhjá neinum. Þau kynntust í gegnum Ívar Guðmundsson útvarpsmann og einkaþjálfara en hann hefur þjálfað Þóru Steinu í fimm ár. 

Þegar Smartland Mörtu Maríu hafði samband við Fjölni og spurði hann hvort hann væri kominn á fast sagði hann: 

„Ég er kominn með vinkonu.“

Töluverður aldursmunur er á parinu, en Fjölnir er fæddur í júní árið 1971, en Þóra Steina er fædd í maí árið 1990. Þar af leiðandi eru árin 19 sem skilja þau að. 

Eins og fyrr segir var Fjölnir áður með Bryndísi Ásmundsdóttur og eiga þau saman einn son. 

Bryndís prýðir forsíðu MAN magazín þar sem hún talar um lífið, ólgusjóinn og listina. Bryndís segir frá því í viðtalinu að hún hafi fengið blóðtappa stuttu eftir barnsburð og endað á geðdeild en hafi útskrifað sig sjálf. Þegar talið berst að sambandi hennar við Fjölni segist hún hafa lært það að byrja ekki með þeim mönnum sem hafa það eitt til að bera að fá hana til að hlæja. Í febrúar 2013 voru Bryndís og Fjölnir saman í viðtali í Sunnudagsmogganum. HÉR er hægt að lesa brot úr viðtalinu. 

Fjölnir Þorgeirsson.
Fjölnir Þorgeirsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda