Ósk Norðfjörð búin að eiga sjöunda barnið

Ósk Norðfjörð og Sveinn Elías Elíasson með barnahópinn. Þegar myndin …
Ósk Norðfjörð og Sveinn Elías Elíasson með barnahópinn. Þegar myndin var tekin var yngsta stúlkan ekki komin í heiminn.

Fyrirsætan Ósk Norðfjörð er búin að eiga sitt sjöunda barn en það kom í heiminn í gær hinn 21. júlí. Í þetta sinn eignaðist Ósk stúlku en hún á sex börn fyrir sem eru frá tveggja ára upp í 16 ára.

Ósk er gift Sveini Elíasi Elíassyni sem er 11 árum yngri en hún. Í samtali við Smartland Mörtu Maríu í janúar sagði Ósk að barnauppeldið gengi vel og það þyrfti mikið skipulag til að halda utan um þetta stóra heimili. Hún sagði jafnframt að nú væri hún hætt að eiga börn.

HÉR er viðtalið við Ósk síðan í janúar í heild.

Smartland Mörtu Maríu óskar Ósk og fjölskyldu hennar til hamingju með fjölgunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda