Einkaþjálfarinn Arnar Grant kvæntist unnustu sinni, Kristínu Hrönn Guðmundsdóttur í Dómkirkjunni. Þotuliðið á Íslandi fjölmennti í brúðakaupið en þangað mættu Ásgeir Kolbeinsson, Ívar Guðmundsson, Logi Bergmann og Svanhildur Hólm Valsdóttir, Hlynur Sigurðsson, Ari Edwald og Gyða Dan Johansen, Lárus Welding, Fjölnir Þorgeirsson, og Baldur Rafn Gylfason svo einhverjir séu nefndir.
Eftir athöfnina var slegið upp brúðkaupsveislu á Kjarvalsstöðum og var Ívar Guðmundsson stórvinur brúðgaumans veislustjóri.