Brjálað að gera daginn fyrir brúðkaup

Það er mikið að gera hjá Clooney og frú í …
Það er mikið að gera hjá Clooney og frú í dag. AFP

Leikarinn fagri George Clooney mun ganga að eiga unnustu sína, Amal Alamuddin, á morgun í Feneyjum. Mikil spenna hefur ríkt undanfarið vegna brúðkaupsins sem verður eflaust hið glæsilegasta.

Í dag, daginn fyrir brúðkaupsdaginn, hafa Clooney og Alamuddin verið á ferð og flugi um Feneyjar ásamt fylgdarliði sínu. Ljósmyndarar hafa elt þau á röndum og fylgst með hverju fótspori þeirra. Fyrr í dag sást til þeirra skötuhjúa ferðast með bát á milli staða þar sem Alamuddin hélt á stóru boxi með kennimerkinu A&G sem stendur fyrir „Amal og George“.

Alamuddin klæddist síðum röndóttum kjól en Clooney tók sig vel út í gráum jakkafötum og virtust þau njóta athyglinnar sem þau fengu.

George Clooney og Amal Alamuddin ferðuðust með bát í Feneyjum.
George Clooney og Amal Alamuddin ferðuðust með bát í Feneyjum. AFP
Boxið sem Alamuddin heldur á er merkt með upphafsstöfum hennar …
Boxið sem Alamuddin heldur á er merkt með upphafsstöfum hennar og unnusta hennar. AFP
George Clooney og Amal Alamuddin virðast vera yfir sig ástfangin.
George Clooney og Amal Alamuddin virðast vera yfir sig ástfangin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda