Leikarinn fagri George Clooney mun ganga að eiga unnustu sína, Amal Alamuddin, á morgun í Feneyjum. Mikil spenna hefur ríkt undanfarið vegna brúðkaupsins sem verður eflaust hið glæsilegasta.
Í dag, daginn fyrir brúðkaupsdaginn, hafa Clooney og Alamuddin verið á ferð og flugi um Feneyjar ásamt fylgdarliði sínu. Ljósmyndarar hafa elt þau á röndum og fylgst með hverju fótspori þeirra. Fyrr í dag sást til þeirra skötuhjúa ferðast með bát á milli staða þar sem Alamuddin hélt á stóru boxi með kennimerkinu A&G sem stendur fyrir „Amal og George“.
Alamuddin klæddist síðum röndóttum kjól en Clooney tók sig vel út í gráum jakkafötum og virtust þau njóta athyglinnar sem þau fengu.