Tekinn í bakaríið á fertugsafmælinu

Lúðvík Jónasson í Fréttablaðinu í dag.
Lúðvík Jónasson í Fréttablaðinu í dag.

Lúðvík Jónasson, framkvæmdastjóri á birtingahúsinu Bestun, prýðir hálfsíðu í Fréttablaðinu dag, ber að ofan. Fyrirsögnin Million dollar face vakti athygli margra í morgun en Lúðvík lítur náttúrlega út eins og heimsfræg fyrirsæta á myndinni. Lúðvík er þó ekki að breyta um starfsvettvang heldur er auglýsingin hrekkur í tilefni af fertugsafmæli hans sem er í dag. Vinir hans standa á bak við auglýsinguna sem hefur vakið mikla athygli.

Nútíminn hafði samband við Lúðvík og sagði hann eftirfarandi:

„Segir ekki myndin allt sem segja þarf?“ spyr Lúðvík Jónasson, framkvæmdastjóri á birtingahúsinu Bestun.

Í samtali við Nútímann segir Lúðvík að grínið hafi orðið til fyrir nokkrum árum þegar hann lenti í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag. Sindri var að spyrja gangandi vegfarendur um notkun stefnumótasíðna og Lúðvík var með svar á reiðum höndum: „Nei. Million dollar face. Þarf ekki á því að halda.“

„Þannig byrjaði brandarinn — þeir hlógu svo mikið,“ segir Lúðvík. „Ekki að ég þurfi á svona síðum að halda, ég er giftur maður.“

Lúðvík segist gruna sérstaklega einn félaga sinn en neitar því að boðskort hans í afmælisveisluna verði afturkallað. „Ég er ekkert feiminn við svona. Maður setur þetta í bókina og hefnir sín síðar,“ segir hann.

Svona lítur opnan út í Fréttablaðinu.
Svona lítur opnan út í Fréttablaðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda