Kokkurinn Hrefna Sætran og Dominos tókum höndum saman og framleiddu sérstaka góðgerðarpítsu til styrktar minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar og söfnuðu rúmlega fjórum milljónum. Loftur Gunnarsson var útigangsmaður, fæddu 1979 og hefði því orðið 35 ára í ár en hann féll frá í janúar 2012.
„Í kjölfar andláts hans var stofnaður Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar sem berst fyrir bættum hag utangarðsfólks á Íslandi. Frá fráfalli Lofts þá hefur hann orðið einskonar andlit baráttunnar fyrir bættum aðbúnaði útigangsfólks á Íslandi. Fyrsta markmiði sjóðsins var náð þegar keypt voru 20 ný rúm í Gistiskýlið í Þingholtsstræti árið 2013. Í byrjun árs 2014 var svo öðrum áfanga náð þegar sjóðurinn keypti 9 rúm í Konukot ásamt fleiri félögum,“ segir Gunnar Hilmarsson aðstandandi minningarsjóðsins.
Þessar fjórar milljónir sem söfnuðust verða notaðar til uppbyggingar í þágu útigangsfólks. Keypt verða 21 rúm og sængurföt sem fara á þrjá mismunandi staði fyrir heimilislausa.
Ennfremur mun sjóðurinn kaupa húsgögn, raftæki og aðra muni sem bæta lífsgæði fólksins á staði sem þjónusta útigangsfólk.