„Þetta eru mikil vonbrigði“

Katrín Ásmundsdóttir og Anna Tara Andrésdóttir eru áhugakonur um kynjafræði …
Katrín Ásmundsdóttir og Anna Tara Andrésdóttir eru áhugakonur um kynjafræði og kynlíf. mbl.is/Árni Sæberg

Öllum verktökum á útvarpsstöðinni X977 hefur verið sagt upp störfum. Þar á meðal Önnu Töru Andrésdóttur og Katrínu Ásmundsdóttur sem voru með þáttinn Kynlega kvisti á laugardögum.

„Vonbrigðin eru að sjálfsögðu mikil, næstu þáttaefni ákveðin og svona en við erum að íhuga framhaldið og sjá hvernig hægt er að snúa sér í þessu,“ segir Anna Tara.

Þegar hún er spurð að því hver séu næstu skref segist hún vera að reyna að átta sig á því sjálf.

„Það væri gaman að halda Kynlegum kvistum áfram, vinna scetchþætti með Hljómsveit, vera með fræðslu í skólum og félagamiðstöðum. Það er eflaust mikil þörf þar á. Ég efast allavega ekki um að heimurinn hefði gott af Kynlegum kvistum,“ segir hún og játar að hún sé opin fyrir öllum hugmyndum og auðvitað atvinnutilboðum. 
„Það sem einkenndi þættina var að sjá hversu langt femínismi kæmist í samvinnu fremur en að stilla kynjunum upp sem stríðandi fylkingum, að þora að fjalla um afar viðkvæm málefni og svo þetta hispurleysi sem fólk talar um en er meira sjálfsagður hlutur fyrir mér, en fyrst og fremst var lögð mikil hugsun í þættina sem var keyrð áfram af mikilli ástríðu sem stoppar ekki hér.
Aðspurð að því hvort hlustunin hafi verið lítil segir hún svo ekki vera. En hverjar eru Anna Tara og Katrín?
Í viðtali við Sunnudagsmoggann í sumar sögðu þær frá því að þær væru góðar vinkonur og bræðradætur. Anna Tara hef­ur þegar lokið BS gráðu í sál­fræði og lauk diploma­gráðu í kynja­fræði nú í sum­ar. Katrín lauk mennta­skóla fyr­ir tveim­ur árum og stundar lögfræðinám. Ekki er þó allt upp talið, því Anna Tara syng­ur með tveim­ur hljóm­sveit­um, Reykja­vík­ur­dætr­um og hljóm­sveit­inni Hljóm­sveitt.

„Okk­ur ligg­ur hvað mest á hjarta í þess­um mála­flokki, þannig að þetta var í raun­inni það sem okk­ur þótti auðveld­ast að fjalla um og lá bein­ast við,“ seg­ir Anna. Katrín kink­ar kolli og bæt­ir við: „Fyr­ir mér eru þetta oft mál­efni sem ég veit ekki allt um en lang­ar að vita meira um. Og ég get ekki verið ein um það. Þetta eru hlut­ir sem nauðsyn­legt er að ræða og gefa gaum,“ segir Katrín í Sunnudagsmogganum. 

Frænkurn­ar hafa rætt við ýmsa og má þar nefna Erp, sem spjallaði við þær um endaþarms­mök karla og Siggu Dögg, kyn­fræðing. „Um dag­inn töluðum við síðan við tvær stelp­ur sem sögðu okk­ur frá „sluts­ham­ing“, þær Björk Brynj­ars og Ey­dís Blön­dal, en „sluts­ham­ing“ get­ur verið ým­iss kon­ar. Björk og Ey­dís nefndu til dæm­is að marg­ar stúlk­ur og kon­ur upp­lifa djúpa og jafn­vel ára­langa skömm eft­ir að þær fróa sér í fyrsta sinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda