Melanie Griffith átti ljón sem gæludýr í æsku

Þetta lítur ekki beint vel út. Melanie Griffith stekkur í …
Þetta lítur ekki beint vel út. Melanie Griffith stekkur í laugina. www.time.com

Árið 1971 varði ljós­mynd­ar­inn Micheal Rougier, sem starfaði hjá Time, nokkr­um dög­um heima hjá leik­kon­unni Tippi Hedren og fjöl­skyldu henn­ar.

Rougier myndaði fjöl­skyldu­lífið sem var ekki beint með hefðbundnu sniði. Hedren og fjöl­skylda henn­ar áttu nefni­lega 180 kg ljón sem gælu­dýr. Ljónið hét Neil. Hedren var ekki aðeins leik­kona held­ur einnig mik­ill dýra­vernd­un­ar­sinni og starfaði með Roar-sam­tök­un­um sem voru stofnuð í þágu stórra katta. Á mynd­un­um má sjá að dótt­ir Hedren, leik­kon­an Mel­anie Griffith, nýt­ur þess í botn að hafa ljón á heim­il­inu.

Ljós­mynd­irn­ar sem Rougier tók á þess­um tíma eru svo sann­ar­lega magnaðar. Þær má skoða á heimasíðu Time. Hér kem­ur brot af ljós­myndaserí­unni.

Melanie Griffith og gæludýrið.
Mel­anie Griffith og gælu­dýrið. www.time.com
Einmitt.
Ein­mitt. www.time.com
Tippi Hedren og ljónið í slökun.
Tippi Hedren og ljónið í slök­un. www.time.com
Melanie Griffith komin í háttinn.
Mel­anie Griffith kom­in í hátt­inn. www.time.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda